Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 06. september 2024 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Svartfellsku heiðursgestirnir bálreiðir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í byrjun seinni hálfleiks í leik Íslands og Svartfjallalands benti franski dómari leiksins, Willy Delajod, eftir stuta umhugsun, á vítapunktinn í vítateig Svartfjallalands.

Ísland átti að hans mati að fá vítaspyrnu, hann taldi að boltinn hefði farið í hönd leikmanns Svartfjallalands.

Delajod var bent á að skoða atvikið í VAR skjánum enda var ekki um leikbrot að ræða, Ísland átti ekki að fá vítaspyrnu.

Svartfellingar í heiðursstúkunni á Laugardalsvelli, þ.a.m. forseti og vararforseti sambandsins, létu vel í sér heyra þegar dómari leiksins gekk að skjánum, mjög auðheyranlega ósáttir með hans störf.

Eftir skoðun í skjánum hætti Frakkinn við að dæma vítaspyrnu.

Dejan Savicevic er forseti svartfellska sambandsins en hann var á tíunda áratug síðustu aldar leikmaður AC Milan á Ítalíu. Hann lék einnig með Rauðu Stjörnunnar í Serbíu, Budocnost í heimalandinu og Rapid Vín í Austurríki. Hann lék á sínum tíma 56 landsleiki fyrir Júgóslavíu og skoraði 19 mörk.

Athugasemdir
banner
banner