Í byrjun seinni hálfleiks í leik Íslands og Svartfjallalands benti franski dómari leiksins, Willy Delajod, eftir stuta umhugsun, á vítapunktinn í vítateig Svartfjallalands.
Ísland átti að hans mati að fá vítaspyrnu, hann taldi að boltinn hefði farið í hönd leikmanns Svartfjallalands.
Ísland átti að hans mati að fá vítaspyrnu, hann taldi að boltinn hefði farið í hönd leikmanns Svartfjallalands.
Delajod var bent á að skoða atvikið í VAR skjánum enda var ekki um leikbrot að ræða, Ísland átti ekki að fá vítaspyrnu.
Svartfellingar í heiðursstúkunni á Laugardalsvelli, þ.a.m. forseti og vararforseti sambandsins, létu vel í sér heyra þegar dómari leiksins gekk að skjánum, mjög auðheyranlega ósáttir með hans störf.
Eftir skoðun í skjánum hætti Frakkinn við að dæma vítaspyrnu.
Dejan Savicevic er forseti svartfellska sambandsins en hann var á tíunda áratug síðustu aldar leikmaður AC Milan á Ítalíu. Hann lék einnig með Rauðu Stjörnunnar í Serbíu, Budocnost í heimalandinu og Rapid Vín í Austurríki. Hann lék á sínum tíma 56 landsleiki fyrir Júgóslavíu og skoraði 19 mörk.
Alessandro Costacurta, Jean Pierre Papin and Dejan Savicevic. pic.twitter.com/WocQNnGsGZ
— 90s Football (@90sfootball) August 14, 2024
Athugasemdir