Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 06. október 2016 21:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Markmaður Finna: Heimski dómarinn skemmdi leikinn
Icelandair
Hradecky fær sigurmarkið leiksins á sig.
Hradecky fær sigurmarkið leiksins á sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Dómarinn tók allavega eitt stig af okkur. Ef Alfreð skoraði markið hefði þetta átt að vera aukaspyrna því að mínu mati var boltinn ekki kominn inn fyrir. Þetta er fjandans stórslys." sagði Lukas Hradecky, markmaður Finna eftir 3-2 sigur Íslands á honum og liðsfélögum hans.

Hann bætir við að dómarar séu alltaf á móti finnska liðinu og er hann orðinn vel þreyttur á því.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  2 Finnland

„Dómararnir eru alltaf á móti okkur. Ég er brjálaður eins og er og við eigum ekki skilið svona skít."

Hann viðurkennir að Finnar gáfu of margar horn og aukaspyrnur undir lokin og að stuðningsmenn Íslands hefðu hjálpað þeim en segir jafnframt að dómarinn hafi skemmt leikinn.

„Við gáfum Íslendingum of margar hornspyrnur og aukaspyrnur og með þessa frábæru stuðningsmenn þeirra fengu þeir meiri orku undir lokin."

„Við hefðum átt að vinna leikinn. Fyrsta markið var mér að kenna en heimski dómarinn skemmir allt. Ég er ekki fúll út í vítið en ef hann er ekki 100% þá ætti hann ekki að gefa markið," sagði hinn fokilli markmaður Finna.

Viðtalið við reiða markmanninn má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner