Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 06. október 2016 21:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Markmaður Finna: Heimski dómarinn skemmdi leikinn
Icelandair
Hradecky fær sigurmarkið leiksins á sig.
Hradecky fær sigurmarkið leiksins á sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Dómarinn tók allavega eitt stig af okkur. Ef Alfreð skoraði markið hefði þetta átt að vera aukaspyrna því að mínu mati var boltinn ekki kominn inn fyrir. Þetta er fjandans stórslys." sagði Lukas Hradecky, markmaður Finna eftir 3-2 sigur Íslands á honum og liðsfélögum hans.

Hann bætir við að dómarar séu alltaf á móti finnska liðinu og er hann orðinn vel þreyttur á því.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  2 Finnland

„Dómararnir eru alltaf á móti okkur. Ég er brjálaður eins og er og við eigum ekki skilið svona skít."

Hann viðurkennir að Finnar gáfu of margar horn og aukaspyrnur undir lokin og að stuðningsmenn Íslands hefðu hjálpað þeim en segir jafnframt að dómarinn hafi skemmt leikinn.

„Við gáfum Íslendingum of margar hornspyrnur og aukaspyrnur og með þessa frábæru stuðningsmenn þeirra fengu þeir meiri orku undir lokin."

„Við hefðum átt að vinna leikinn. Fyrsta markið var mér að kenna en heimski dómarinn skemmir allt. Ég er ekki fúll út í vítið en ef hann er ekki 100% þá ætti hann ekki að gefa markið," sagði hinn fokilli markmaður Finna.

Viðtalið við reiða markmanninn má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner