„Dómarinn tók allavega eitt stig af okkur. Ef Alfreð skoraði markið hefði þetta átt að vera aukaspyrna því að mínu mati var boltinn ekki kominn inn fyrir. Þetta er fjandans stórslys." sagði Lukas Hradecky, markmaður Finna eftir 3-2 sigur Íslands á honum og liðsfélögum hans.
Hann bætir við að dómarar séu alltaf á móti finnska liðinu og er hann orðinn vel þreyttur á því.
Hann bætir við að dómarar séu alltaf á móti finnska liðinu og er hann orðinn vel þreyttur á því.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 2 Finnland
„Dómararnir eru alltaf á móti okkur. Ég er brjálaður eins og er og við eigum ekki skilið svona skít."
Hann viðurkennir að Finnar gáfu of margar horn og aukaspyrnur undir lokin og að stuðningsmenn Íslands hefðu hjálpað þeim en segir jafnframt að dómarinn hafi skemmt leikinn.
„Við gáfum Íslendingum of margar hornspyrnur og aukaspyrnur og með þessa frábæru stuðningsmenn þeirra fengu þeir meiri orku undir lokin."
„Við hefðum átt að vinna leikinn. Fyrsta markið var mér að kenna en heimski dómarinn skemmir allt. Ég er ekki fúll út í vítið en ef hann er ekki 100% þá ætti hann ekki að gefa markið," sagði hinn fokilli markmaður Finna.
Viðtalið við reiða markmanninn má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir