Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 06. október 2016 21:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Markmaður Finna: Heimski dómarinn skemmdi leikinn
Icelandair
Hradecky fær sigurmarkið leiksins á sig.
Hradecky fær sigurmarkið leiksins á sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Dómarinn tók allavega eitt stig af okkur. Ef Alfreð skoraði markið hefði þetta átt að vera aukaspyrna því að mínu mati var boltinn ekki kominn inn fyrir. Þetta er fjandans stórslys." sagði Lukas Hradecky, markmaður Finna eftir 3-2 sigur Íslands á honum og liðsfélögum hans.

Hann bætir við að dómarar séu alltaf á móti finnska liðinu og er hann orðinn vel þreyttur á því.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  2 Finnland

„Dómararnir eru alltaf á móti okkur. Ég er brjálaður eins og er og við eigum ekki skilið svona skít."

Hann viðurkennir að Finnar gáfu of margar horn og aukaspyrnur undir lokin og að stuðningsmenn Íslands hefðu hjálpað þeim en segir jafnframt að dómarinn hafi skemmt leikinn.

„Við gáfum Íslendingum of margar hornspyrnur og aukaspyrnur og með þessa frábæru stuðningsmenn þeirra fengu þeir meiri orku undir lokin."

„Við hefðum átt að vinna leikinn. Fyrsta markið var mér að kenna en heimski dómarinn skemmir allt. Ég er ekki fúll út í vítið en ef hann er ekki 100% þá ætti hann ekki að gefa markið," sagði hinn fokilli markmaður Finna.

Viðtalið við reiða markmanninn má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner