Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. október 2019 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Higuain hetja Juventus gegn Inter
Rodrigo Bentancur og Gonzalo Higuain fagna sigurmarkinu
Rodrigo Bentancur og Gonzalo Higuain fagna sigurmarkinu
Mynd: Getty Images
Inter 1 - 2 Juventus
0-1 Paulo Dybala ('4 )
1-1 Lautaro Martinez ('18 , víti)
1-2 Gonzalo Higuain ('80 )

Ítalska meistaraliðið Juventus vann Inter 2-1 í toppslag helgarinnar í Seríu A en leikurinn var bráðskemmtilegur eins og við var að búast.

Argentínski sóknartengiliðurinn Paulo Dybala kom Juventus yfir strax á 4. mínútu. Miralem Pjanic átti þá góða stungusendingu á Dybala sem var í baráttu við Milan Skriniar. Dybala ákvað að taka skotið strax og skoraði örugglega framhjá Samir Handanovic.

Tveimur mínútum síðar átti Cristiano Ronaldo skot í slá áður en Inter fékk víti á 17. mínútu. Nicolo Barella átti þá fyrirgjöf sem fór í höndina á Matthijs De Ligt. Lautaro Martinez steig á punktinn og skoraði.

Besta færi Inter í síðari hálfleiknum kom á 68. mínútu en Matias Vecino skaut þá í stöng. Tólf mínútum síðar var það varamaðurinn Gonzalo Higuain sem reyndist hetja Juventus en Rodrigo Bentancur lagði þá boltann inn fyrir á Higuain sem skoraði örugglega framhjá Handanovic.

Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, átti þá góða markvörslu undir lok leiks frá Vecino áður en flautað var til leiksloka. Frábær 2-1 sigur Juventus staðreynd og liðið komið á toppinn með 19 stig en Inter í 2. sæti með 18 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner