Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. október 2019 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham tapað flestum leikjum á árinu 2019
Mynd: Getty Images
Það hefur lítið gengið hjá Tottenham að undanförnu. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tottenham hefur þurft að sætta sig við tap í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Síðustu fimm leikir:
Leicester 2 - 1 Tottenham
Colchester 0 - 0 Tottenham (tap í vítakeppni)
Tottenham 2 - 1 Southampton
Tottenham 2 - 7 Bayern München
Brighton 3 - 0 Tottenham

Tölfræðisnillingarnir á Opta tóku það saman að Tottenham hefur tapað 17 leikjum í öllum keppnum á árinu 2019. Það eru fleiri tapleikir en hjá öllum öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur tapað jafnmörgum leikjum og liðið hefur unnið á árinu.

Það er komin pressa á Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, en hann hefur sjálfur ekki áhyggjur.


Athugasemdir
banner