Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   mið 06. nóvember 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Magnús í þjálfarateymi Hauka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnar Magnús Jónsson hefur tekið til starfa hjá Haukum og mun taka að sér ýmis störf.


Hann verður þjálfarateymi kvennaliðsins „innan handar með ráðgjöf ogmiðla þannig af sinni miklu reynslu í knattspyrnuþjálfun," segir í tilkynningu frá félaginu.

Hann mun þjálfa 3. og 2. flokk kvenna hjá félaginu.

Gunnar tók við Keflavík árið 2016 í næst efstu deild og kom liðinu upp í efstu deild árið 2019 og aftur 2021. Hann tók við Fylki árið 2023 og kom liðinu upp í Bestu deildina þar sem hann þjálfaði liðið í sumar.

Haukar spila í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa unnið 2. deild síðasta sumar.


Athugasemdir
banner