Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Hinteregger hetjan í endurkomu Frankfurt
Hinteregger var hetjan í Frankfurt am Main.
Hinteregger var hetjan í Frankfurt am Main.
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 2 - 2 Hertha Berlin
0-1 Dodi Lukebakio ('30)
0-2 Marko Grujic ('63)
1-2 Martin Hinteregger ('65)
2-2 Sebastian Röde ('86)

Eintracht Frankfurt og Hertha Berlin mættust í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum í kvöld. Gestirnir frá Berlín leiddu í hálfleik þökk sé góðu marki frá Dodi Lukebakio eftir stoðsendingu Marko Grujic.

Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik en þeir tóku öll völd á vellinum í þeim síðari. Grujic tvöfaldaði þó forystu gestanna gegn gangi leiksins þegar hann skoraði eftir aukaspyrnu. Dedrick Boyata gaf frábæra stoðsendingu í atgangnum í vítateignum.

Tveimur mínútum síðar var Martin Hinteregger búinn að minnka muninn með skalla eftir hornspyrnu. Undir lokin lagði hann svo upp jöfnunarmarkið með öðrum skalla eftir hornspyrnu.

Frábær endurkoma Frankfurt og er liðið áfram um miðja deild, með 18 stig eftir 14 umferðir. Hertha Berlin er í fallbaráttu með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner