Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 06. desember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Zinchenko: Leiðinlegar fréttir
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: EPA
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, segir að það séu leiðinlegar fréttir að stuðningsmenn geti ekki verið viðstaddir Meistaradeildarleikinn gegn RB Leipzig á morgun.

Vegna hertra samkomutakmarkana í Þýskalandi verður leikið bak við luktar dyr á Red Bull Arena.

„Þetta eru leiðinlegar fréttir fyrir bæði liðin og stuðningsmennina sem vildu fara á leikinn," segir Zinchenko.

„Við erum að spila fyrir stuðningsmenn en heilsan verður að vera í forgangi. Ég vona að allir séu við góða heilsu."

Manchester City er þegar búið að vinna riðilinn en leikurinn á morgun er í lokaumferð riðlakeppninnar.

„Það er stórt afrek að fara í gegnum riðilinn en það eru margir mikilvægir leikir framundan. Við viljum sýna okkar bestu frammistöðu."
Athugasemdir
banner
banner