The Athletic greinir frá því að Frank Lampard og Dean Smith séu efstir á óskalista Charlotte FC í MLS deildinni.
Charlotte komst í úrslitakeppni MLS deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en féll úr leik eftir tap gegn New York Red Bulls í kjölfarið yfirgaf Christian Lattanzio félagið.
Samkvæmt heimildum The Athletic eru Frank Lampard og Dean Smith í viðræðum við félagið.
Lampard hefur verið atvinnulaus eftir að hafa tekið við tímabundið hjá Chelsea eftir að Graham Potter var látinn taka pokann sinn. Lampard lauk leikmannaferli sínum hjá New York City FC í MLS deildinni.
Smith hefur stýrt Aston Villa og Norwich en hann stýrði Leicester undir lok síðasta tímabils og mistókst að halda liðinu uppi í úrvalsdeild.
Athugasemdir