Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 07. janúar 2020 20:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mane valinn besti leikmaður Afríku - Fullt af öðrum viðurkenningum
Mynd: EPA
Hakimi fagnar hjá Dortmund
Hakimi fagnar hjá Dortmund
Mynd: Getty Images
Í kvöld fór fram verðlaunahátíð í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem verðlaun voru veitt fyrir árangur leikmanna, þjálfara og liða á liðnu ári.

Sadio Mane, Riyad Mahrez og Mo Salah voru þeir þrír sem komu til greina sem besti leikmaður álfunnar og það var Sadio Mane sem var valinn bestur.



Mane átti frábært ár hjá Liverpool sem vann Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á liðnu ári. Hann skoraði alls 35 mörk í 63 leikjum fyrir Liverpool og landslið Senegal.

Djamel Belmadi, landsliðsþjálfari Alsír, var valinn besti þjálfari álfunnar. Alsír lagði Senegal í úrslitaleik Afríkukeppninnar síðasta sumar. Ahcraf Hakimi, bakvörðurinn sem er á láni hjá Dormtund frá Real Madrid og er landsliðsmaður Morokkó, var valinn besti ungi leikmaður álfunnar. Hakimi varð 21 árs í nóvember. Kvennalandslið Kamerún var valið kvennalið álfunnar og karlalandslið Alsír karlalið álfunnar.

Lið álfunnar var þá valið og ásamt Hakimi, Mane, Salah og Mahrez voru þeir Andre Onana, Kalidou Koulibaly, Joel Matip, Serge Aurier, Idrissa Gueye, Hakim Ziyech og Pierre-Emerick Aubameyang valdir í lið álfunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner