Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. janúar 2021 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Katar: Xavi og Cazorla unnu átta marka sigur - Langbesta liðið
Santi Cazorla
Santi Cazorla
Mynd: Getty Images
Al-Sadd er langefst í deildinni í Katar. Liðið er ellefu stigum á undan Al-Duhail sem reyndar á leik til góða. Þrettánda umferðin klárast á morgun og þá mætir m.a. Íslendingalið Al Arabi liði Al Ahli Doha á heimavelli.

Al-Sadd vann í dag 8-0 sigur á Al Sailiya sem er í 8. sæti deildarinnar.

Al-Sadd vann í desember úrslitaleik í Emir-bikarnum gegn Al-Arabi og vann einnig Al Arabi í hinni bikarkeppninni í október. Sú bikarkeppni fór strax aftur af stað og er Al-Sadd reyndar úr leik í þeirri keppni á þessari leiktíð.

Xavi Hernandez, goðsögn hjá Barcelona, er stjóri Al-Sadd og Santi Cazorla er stærsta stjarna liðsins.

Cazorla skoraði eitt marka liðsins í dag. Það var þó Alsíringurinn Baghdad Bounedjah sem var besti maður vallarins, Baghdad skoraði fernu og lagði upp tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner