banner
   fös 07. janúar 2022 21:49
Victor Pálsson
Enski bikarinn: Swindon tókst að skora í tapi gegn Man City
Mynd: EPA
Swindon Town 1 - 4 Manchester City
0-1 Bernardo Silva ('14 )
0-2 Gabriel Jesus ('28 )
0-3 Ilkay Gundogan ('59 )
1-3 Harry McKirdy ('78 )
1-4 Cole Palmer ('82 )

Manchester City er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir leik við Swindon Town á útivelli í kvöld.

Englandsmeistararnir tefldu fram sterku liði í kvöld og voru að lokum í engum vandræðum með liðið í fjórðu deild.

Fyrsta mark leiksins skoraði Bernardo Silva fyrir Man City á 14. mínútu og bætti Gabriel Jesus við öðru á þeirri 28.

Þriðja markið var skorað í seinni hálfleik en Ilkay Gundogan kom þá boltanum í netið. Stuttu seinna gat Gabriel Jesus bætt við sínu öðru marki en hann klikkaði þá á vítaspyrnu.

Swindon tókst að koma inn marki á meistarana en Harry McKirdy gerði það mark þegar 12 mínútur voru eftir.

Cole Palmer skoraði svo fjórða mark þeirra bláklæddu stuttu seinna og lokastaðan, 1-4.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner