Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. janúar 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Roberto Carlos spilar einn leik í ensku sunnudagsdeildinni
Roberto Carlos
Roberto Carlos
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn, Roberto Carlos, mun spila einn leik með áhugamannaliði á Bretlandseyjum

Carlos, sem þykir einn besti vinstri bakvörður allra tíma, gerði garðinn frægan með liðum á borð við Inter og Real Madrid.

Hann vann HM með Brasilíu árið 2002 og er þekktur fyrir föstu skot sín.

Carlos lagði skóna á hilluna árið 2015 en mun nú rífa þá aftur úr hillunni fyrir einn leik. Brasilíumaðurinn, í samstarfi við Ebay, mun gefa fólki tækifæri að gera eins leiks samning við hann með því að greiða fimm pund sem rennur svo til styrktar góðgerðarsamtakana Football Beyond Borders.

Einn sigurvegari verður dreginn úr pottinum og fær Carlos í sitt lið í sunnudagsdeildinni á Englandi í einum leik.

Þá býðst fólk einnig að greiða fimm pund fyrir að fá Eni Aluko, fyrrum leikmanns Chelsea, Juventus og enska kvennalandsliðsins.

Roberto Carlos er til sölu á Ebay
Athugasemdir
banner
banner
banner