Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   sun 07. febrúar 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aaron Spear í Víði (Staðfest) - Samdi við KFS í desember
Framherjinn Aaron Spear er genginn í raðir Víðis Garði sem leikur í 3. deild karla í sumar.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Spear gekk í raðir KFS undir lok síðasta árs. Núna er hann - einum og hálfum mánuði síðar - kominn í nýtt félag.

Aron kom fyrst hingað til lands árið 2011 eftir að hafa verið á mála hjá Newcastle í Englandi.

Aron hefur leikið 32 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Síðustu ár hefur Aron leikið í Svíþjóð, með Vestra og nú síðast í 2. deild með Kórdrengjum þar sem hann lék 18 leiki og skoraði fimm mörk síðasta sumar.

„Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Víðisfjölskylduna," segir í tilkynningu frá Víði.
Athugasemdir
banner