Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 23. desember 2020 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aaron Spear í KFS (Staðfest)
Mynd frá undirskrift af Aroni Spear, Gunnar Heiðar þjálfara, Hannes Gústafssyni formanni og Hjalta Kristjánssyni framkvæmdastjóra.
Mynd frá undirskrift af Aroni Spear, Gunnar Heiðar þjálfara, Hannes Gústafssyni formanni og Hjalta Kristjánssyni framkvæmdastjóra.
Mynd: KFS
Aron Robert Spear, 27 ára sóknamaður, er kominn í KFS og mun leika með liðinu í 3. deild næsta sumar.

Aron þekkja Eyjamenn vel, árið 2011 kom hann til ÍBV ungur að árum eftir að hafa verið á mála í Englandi m.a. hjá Newcastle.

Aron hefur leikið 32 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Síðustu ár hefur Aron leikið í Svíþjóð, Vestra og nú síðast í 2.deild með Kórdrengjunum þar sem hann lék 18 leiki og skoraði fimm mörk í sumar.

„KFS býður Aron velkominn í KFS og hlökkum við til að sjá þenna frábæra sóknarmann á vellinum í sumar," segir í tilkynningu frá KFS.

„Stjórn KFS þakkar öllum stuðningsmönnum og velunnurum fyrir árið, koma Arons er góð jólagjöf fyrir okkur hjá klúbbnum. Við óskum öllum gleðilegra jóla."
Athugasemdir
banner