banner
   sun 07. febrúar 2021 16:04
Victor Pálsson
Fyrrum markvörður Liverpool í Selfoss (Staðfest)
Mynd: Getty
Selfoss í Pepsi-Max deild kvenna hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök en markvörður gekk í raðir liðsins í dag.

Um er að ræða markvörðinn Anke Preuss en hún er 29 ára gömul og leysir Kaylan Marckese af hólmi á Selfossi.

Marckese hefur samið við HB Köge í Danmörku en hún varði mark liðsins á síðustu leiktíð.

Preuss er Þjóðverji en hún var síðast á mála hjá Vittsjö GIK í sænsku úrvalsdeildinni og lék þar fjóra leiki.

Fyrir það var Preuss markvörður stórliðs Liverpool á Englandi og spilaði þar 23 leiki frá 2018 til ársins 2020.

Hún hefur einnig spilað með Sunderland á Englandi og Hoffenheim, Duisburg og Frankfurt í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner