Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2021 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný spilaði í tapi - Karólína á mála hjá besta liði Þýskalands
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék ekki með Bayern í dag en hún er nýgengin í raðir félagsins.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék ekki með Bayern í dag en hún er nýgengin í raðir félagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Guðný Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Napoli þegar liðið tapaði fyrir Fiorentina á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

Fiorentina komst yfir eftir um hálftíma leik og bætti síðan við öðru marki eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik.

Guðný og stöllur hennar fundu engin svör og lokatölur 2-0. Napoli er í 11. sæti af 12 liðum. Lára Kristín Pedersen gekk nýverið í raðir Napoli en hún var ekki með í dag.



Guðný er í láni hjá Napoli frá AC Milan sem vann 4-1 sigur gegn San Marino Academy í dag. Milan er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Juventus.

Karólína ekki með í dag
Í Þýskalandi vann Bayern München 7-1 sigur gegn Meppen. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gekk nýverið í raðir Bayern, sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, en var ekki með í dag.

Bayern er með fimm stigum meira en Wolfsburg, sem hefur unnið deildina fjórum sinnum í röð. Bayern er því besta liðið í einni sterkustu deild í heimi um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner