banner
   þri 07. febrúar 2023 12:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Björn lánaður frá Víkingi í ÍBV (Staðfest)
Bjarki Björn var hjá Kórdrengjum í fyrra.
Bjarki Björn var hjá Kórdrengjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍBV hefur fengið Bjarka Björn Gunnarsson frá Víkingi. Bjarki er kominn með leikheimild með ÍBV og má spila með liðinu á laugardag þegar liðið sækir Leikni heim í fyrstu umferð Lengjubikarnum.

Hann er 22 ára uppalinn Víkingur sem getur spilað á miðjunni eða í bakverði. Hann var á láni hjá Kórdrengjum í fyrra, Þrótti Vogum 2021 og Haukum 2020 og býr því yfir talsverðri reynslu úr neðri deildunum. Hjá Þrótti Vogum lék hann undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar sem er í dag þjálfari ÍBV.

Núna ætlar Bjarki að reyna fyrir sér í efstu deild. Hann á að baki tvo leiki með Víkingi í Lengjubikarnum en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Á dögunum skrifaði hann undir samning út tímabilið 2025 við Víking.

Fyrr í dag fékk ÍBV slóvenska miðjumanninn Filip Valencic í sínar raðir frá Finnlandi.

Þá er miðjumaðurinn Ólafur Haukur Arilíusson (2004) kominn frá KFS. Hann er miðjumaður sem á ættir að rekja til Eyja en er uppalinn á Skaganum. Hann flutti til Eyja í fyrra og var valinn besti leikmaður KFS á síðasta tímabili.

Komnir
Filip Valencic frá Finnlandi
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Ólafur Haukur Arilíusson frá KFS
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)
Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi

Farnir
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason í HK
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Athugasemdir
banner
banner