þri 07. febrúar 2023 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diego gekkst undir aðgerð á hné - Ekki spilað í tæpt ár
Diego í leik með landsliðinu
Diego í leik með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn spænsk íslenski Diego Jóhannesson hefur ekkert getað leikið með Albacete í spænsku B deildinni á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann hefur ekkert spilað síðan í mars í fyrra þegar hann sleit krossband.


Hann var hins vegar í hóp í fyrsta sinn í desember en hann greinir frá því á Twitter í dag að hann hafi þurft að fara í aðgerð á hné.

Þessi öflugi hægri bakvörður var að spila með Real Oviedo í B-deildinni á Spáni er Fótbolti.net tók einkaviðtal við hann og vakti athygli á því að hann væri gjaldgengur í íslenska landsliðið.

Rúmum tveimur árum síðar var hann valinn í hópinn og spilaði þrjá leiki árið 2016 og 2017, en hefur ekkert komið við sögu síðan en meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn.

„Ég fór í aðgerð á hné í dag þar sem ég hef fundið fyrir eymslum í marga mánuði," skrifar Diego.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner