Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 07. febrúar 2023 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Heiður að fá svona mörg símtöl - Fékk góða gjöf eftir skiptin
Lengjudeildin
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti góð samtöl við Magga sérstaklega. Ég vildi prófa eitthvað nýtt, ég er búin að vera í Val í mörg ár og ég vildi hrista eitthvað upp í þessu núna," segir varnarmaðurinn Rasmus Christiansen, nýr leikmaður Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net.

„Afturelding er eiginlega allt það sem ég er ekki búinn að vera að gera."

Þegar Rasmus var tilkynntur var gefið út myndband af Aftureldingu þar sem félagaskipti hans voru tengd við rithöfundana Halldór Laxness sem eiga báðir sterk tengsl við Mosfellssveit. Rasmus er gríðarlega mikið fyrir íslenskar bókmenntir en segist nú ekki hafa valið Aftureldingu út af þessum tengslum.

„Þetta er skemmtilegur plús að þessir rithöfundar koma frá þessu bæjarfélagi, en þetta er ákvörðun tekin út frá fótbolta," segir Rasmus en hann fékk góða gjöf eftir að hann skrifaði undir í Mosfellsbæ.

„Það er alveg rétt. Ég fékk áritaða bók með skilaboðum frá Jóni Kalman eftir að ég skrifaði undir. Það var skemmtilegt."

Heiður að fá svona mörg símtöl
Hann er spenntur fyrir verkefninu með Aftureldingu en hann valdi félagið þrátt fyrir áhuga frá mörgum félögum. „Fólk talar rosalega vel um félagið, leikstílinn og bæinn. Það er eitthvað sem heillaði mig - að fá nýja áskorun."

Hann fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir mörg ár hjá félaginu. „Svona er fótboltinn. Ég var búinn að vera þarna lengi. Það var kannski líka kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægður með þennan tíma."

„Ég heyrði í mörgum félögum. Það var heiður og gaman að fá svona mörg símtöl, að tala við svona mörg flott félög og flott fólk. Það var rosalega mikill heiður að það var svona mikill áhugi. Það gerði það erfitt að velja en maður þurfti að taka ákvörðun á einhverjum tímapunkti."

Hann segir að það hafi verið spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt umhverfi. „Ég er búinn að vera í sama pakka svolítið lengi og þetta er mikil breyting. Ég vildi finna nýja áskorun og þetta var mjög skemmtilegt."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Rasmus um hlutverk sitt í Aftureldingu og margt fleira.


Athugasemdir
banner