Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 07. febrúar 2023 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Heiður að fá svona mörg símtöl - Fékk góða gjöf eftir skiptin
Lengjudeildin
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti góð samtöl við Magga sérstaklega. Ég vildi prófa eitthvað nýtt, ég er búin að vera í Val í mörg ár og ég vildi hrista eitthvað upp í þessu núna," segir varnarmaðurinn Rasmus Christiansen, nýr leikmaður Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net.

„Afturelding er eiginlega allt það sem ég er ekki búinn að vera að gera."

Þegar Rasmus var tilkynntur var gefið út myndband af Aftureldingu þar sem félagaskipti hans voru tengd við rithöfundana Halldór Laxness sem eiga báðir sterk tengsl við Mosfellssveit. Rasmus er gríðarlega mikið fyrir íslenskar bókmenntir en segist nú ekki hafa valið Aftureldingu út af þessum tengslum.

„Þetta er skemmtilegur plús að þessir rithöfundar koma frá þessu bæjarfélagi, en þetta er ákvörðun tekin út frá fótbolta," segir Rasmus en hann fékk góða gjöf eftir að hann skrifaði undir í Mosfellsbæ.

„Það er alveg rétt. Ég fékk áritaða bók með skilaboðum frá Jóni Kalman eftir að ég skrifaði undir. Það var skemmtilegt."

Heiður að fá svona mörg símtöl
Hann er spenntur fyrir verkefninu með Aftureldingu en hann valdi félagið þrátt fyrir áhuga frá mörgum félögum. „Fólk talar rosalega vel um félagið, leikstílinn og bæinn. Það er eitthvað sem heillaði mig - að fá nýja áskorun."

Hann fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir mörg ár hjá félaginu. „Svona er fótboltinn. Ég var búinn að vera þarna lengi. Það var kannski líka kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægður með þennan tíma."

„Ég heyrði í mörgum félögum. Það var heiður og gaman að fá svona mörg símtöl, að tala við svona mörg flott félög og flott fólk. Það var rosalega mikill heiður að það var svona mikill áhugi. Það gerði það erfitt að velja en maður þurfti að taka ákvörðun á einhverjum tímapunkti."

Hann segir að það hafi verið spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt umhverfi. „Ég er búinn að vera í sama pakka svolítið lengi og þetta er mikil breyting. Ég vildi finna nýja áskorun og þetta var mjög skemmtilegt."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Rasmus um hlutverk sitt í Aftureldingu og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner