Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 07. febrúar 2023 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Heiður að fá svona mörg símtöl - Fékk góða gjöf eftir skiptin
Lengjudeildin
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti góð samtöl við Magga sérstaklega. Ég vildi prófa eitthvað nýtt, ég er búin að vera í Val í mörg ár og ég vildi hrista eitthvað upp í þessu núna," segir varnarmaðurinn Rasmus Christiansen, nýr leikmaður Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net.

„Afturelding er eiginlega allt það sem ég er ekki búinn að vera að gera."

Þegar Rasmus var tilkynntur var gefið út myndband af Aftureldingu þar sem félagaskipti hans voru tengd við rithöfundana Halldór Laxness sem eiga báðir sterk tengsl við Mosfellssveit. Rasmus er gríðarlega mikið fyrir íslenskar bókmenntir en segist nú ekki hafa valið Aftureldingu út af þessum tengslum.

„Þetta er skemmtilegur plús að þessir rithöfundar koma frá þessu bæjarfélagi, en þetta er ákvörðun tekin út frá fótbolta," segir Rasmus en hann fékk góða gjöf eftir að hann skrifaði undir í Mosfellsbæ.

„Það er alveg rétt. Ég fékk áritaða bók með skilaboðum frá Jóni Kalman eftir að ég skrifaði undir. Það var skemmtilegt."

Heiður að fá svona mörg símtöl
Hann er spenntur fyrir verkefninu með Aftureldingu en hann valdi félagið þrátt fyrir áhuga frá mörgum félögum. „Fólk talar rosalega vel um félagið, leikstílinn og bæinn. Það er eitthvað sem heillaði mig - að fá nýja áskorun."

Hann fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir mörg ár hjá félaginu. „Svona er fótboltinn. Ég var búinn að vera þarna lengi. Það var kannski líka kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægður með þennan tíma."

„Ég heyrði í mörgum félögum. Það var heiður og gaman að fá svona mörg símtöl, að tala við svona mörg flott félög og flott fólk. Það var rosalega mikill heiður að það var svona mikill áhugi. Það gerði það erfitt að velja en maður þurfti að taka ákvörðun á einhverjum tímapunkti."

Hann segir að það hafi verið spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt umhverfi. „Ég er búinn að vera í sama pakka svolítið lengi og þetta er mikil breyting. Ég vildi finna nýja áskorun og þetta var mjög skemmtilegt."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Rasmus um hlutverk sitt í Aftureldingu og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner