Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
   þri 07. febrúar 2023 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Heiður að fá svona mörg símtöl - Fékk góða gjöf eftir skiptin
Lengjudeildin
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Afturelding er í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti góð samtöl við Magga sérstaklega. Ég vildi prófa eitthvað nýtt, ég er búin að vera í Val í mörg ár og ég vildi hrista eitthvað upp í þessu núna," segir varnarmaðurinn Rasmus Christiansen, nýr leikmaður Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net.

„Afturelding er eiginlega allt það sem ég er ekki búinn að vera að gera."

Þegar Rasmus var tilkynntur var gefið út myndband af Aftureldingu þar sem félagaskipti hans voru tengd við rithöfundana Halldór Laxness sem eiga báðir sterk tengsl við Mosfellssveit. Rasmus er gríðarlega mikið fyrir íslenskar bókmenntir en segist nú ekki hafa valið Aftureldingu út af þessum tengslum.

„Þetta er skemmtilegur plús að þessir rithöfundar koma frá þessu bæjarfélagi, en þetta er ákvörðun tekin út frá fótbolta," segir Rasmus en hann fékk góða gjöf eftir að hann skrifaði undir í Mosfellsbæ.

„Það er alveg rétt. Ég fékk áritaða bók með skilaboðum frá Jóni Kalman eftir að ég skrifaði undir. Það var skemmtilegt."

Heiður að fá svona mörg símtöl
Hann er spenntur fyrir verkefninu með Aftureldingu en hann valdi félagið þrátt fyrir áhuga frá mörgum félögum. „Fólk talar rosalega vel um félagið, leikstílinn og bæinn. Það er eitthvað sem heillaði mig - að fá nýja áskorun."

Hann fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir mörg ár hjá félaginu. „Svona er fótboltinn. Ég var búinn að vera þarna lengi. Það var kannski líka kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægður með þennan tíma."

„Ég heyrði í mörgum félögum. Það var heiður og gaman að fá svona mörg símtöl, að tala við svona mörg flott félög og flott fólk. Það var rosalega mikill heiður að það var svona mikill áhugi. Það gerði það erfitt að velja en maður þurfti að taka ákvörðun á einhverjum tímapunkti."

Hann segir að það hafi verið spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt umhverfi. „Ég er búinn að vera í sama pakka svolítið lengi og þetta er mikil breyting. Ég vildi finna nýja áskorun og þetta var mjög skemmtilegt."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Rasmus um hlutverk sitt í Aftureldingu og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner