Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. febrúar 2023 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðurkennir að staða Berglindar sé áhyggjuefni
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er nýliði í íslenska landsliðshópnum sem fer til Spánar á æfingamót síðar í þessum mánuði.

Ólöf, sem verður tvítug næsta sumar, hefur leikið afar vel með Þrótti undanfarin ár og er núna að fara að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hún er svo sannarlega spennandi kostur fyrir framtíðina.

„Olla hefur verið að standa sig vel og vonandi heldur hún áfram að þróast," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali í síðustu viku er hann var spurður út í Ólöfu.

„Við erum líka að skoða sóknarmannsstöðuna út frá því að Berglind er lítið að spila. Við þurfum að horfa í það líka að vera með annan kost þar ef það heldur áfram. Líka bara upp á framtíðina. Við erum að skoða alla hluti í kringum það."

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem hefur leyst stöðu sóknarmanns í íslenska landsliðinu undanfarin ár, er núna á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi en þar er hún ekki inn í myndinni. Steini segir það auðvitað vera áhyggjuefni að hún sé ekkert að spila.

„Hún er ekki að spila neitt og auðvitað hefur maður áhyggjur af því. Ef þetta verður mikið lengri tími þá er það mikið áhyggjuefni."

Sjá einnig:
Þjálfarinn segist leita að níu en gefur Berglindi engin tækifæri
Sér ekki eftir fríinu í nóvember - Heimslistinn spilaði inn í
Athugasemdir
banner
banner
banner