Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Jón Sölvi Símonarson hefur samið við ÍA á lánssamningi frá Breiðablik út tímabilið.
Jón Sölvi er fæddur árið 2007. Hann á 12 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, sjö fyrir U17 og fimm fyrir U19.
Hann kemur til með að veita Árna Marinó Einarssyni samkeppni sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin ár. Jón Sölvi hefur enga reynslu úr meistaraflokksfótbolta en hann lék með 2. flokki síðasta sumar.
ÍA náði frábærum árangri sem nýliðar í Bestu deildinni síðasta sumar þegar liðið hafnaði í 4. sæti.
Athugasemdir