„Virgil verðskuldar allt það hrós sem hann fær," segir Arne Slot, stjóri Liverpool, um hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk sem hefur verið magnaður í vörn Liverpool á tímabilinu.
Van Dijk er klárlega einn besti miðvörður heims og Slot hrósaði honum í hástert á fréttamannafundi í dag.
„Hann hefur verið framúrskarandi fyrir félagið síðan hann kom hingað, hann hefur verið framúrskarandi fyrir mig síðan ég tók til starfa," segir Slot.
„Hann sýndi það enn og aftur í gær hvað hann getur, hann hefur eins og margir átt mjög gott tímabil en hann vill gera þetta að mögnuðu tímabili."
Liverpool rúllaði yfir Tottenham 4-0 í enska deildabikarnum í gær og er komið í úrslitaleikinn á Wembley. Caoimhín Kelleher hefur varið mark Liverpool í keppninni en Slot vill ekki fullyrða hvort hann spili úrslitaleikinn.
„Við vitum ekkert hvernig staðan verður á hópnum fyrir úrslitaleikinn. Ég fullyrði aldrei neitt þegar það er svona langt í leik og er ekki að fara að breyta því."
Van Dijk er klárlega einn besti miðvörður heims og Slot hrósaði honum í hástert á fréttamannafundi í dag.
„Hann hefur verið framúrskarandi fyrir félagið síðan hann kom hingað, hann hefur verið framúrskarandi fyrir mig síðan ég tók til starfa," segir Slot.
„Hann sýndi það enn og aftur í gær hvað hann getur, hann hefur eins og margir átt mjög gott tímabil en hann vill gera þetta að mögnuðu tímabili."
Liverpool rúllaði yfir Tottenham 4-0 í enska deildabikarnum í gær og er komið í úrslitaleikinn á Wembley. Caoimhín Kelleher hefur varið mark Liverpool í keppninni en Slot vill ekki fullyrða hvort hann spili úrslitaleikinn.
„Við vitum ekkert hvernig staðan verður á hópnum fyrir úrslitaleikinn. Ég fullyrði aldrei neitt þegar það er svona langt í leik og er ekki að fara að breyta því."
Alltaf snúið að mæta svona liði
Á sunnudag leikur Liverpool gegn Plymouth í FA-bikarnum. Það kemur ekki á óvart að Slot ætlar að tefla fram 'veikara' liði í þeim leik og dreifa álaginu í erfiðu leikjaprógrammi.
„Það er alltaf snúið að mæta svona liði. Þetta er útileikur og þeir líta pottþétt á þetta sem úrslitaleik. Það er oft þannig þegar Liverpool leikur á útivelli. Það er mikilvægt á þessari stundu að þeir leikmenn sem hafa ekki fengið mikinn spiltíma fái að spila, til að þeir verði tilbúnir þegar á þarf að halda," segir Slot.
„Það er erfitt að treysta á að leikmenn geti komið inn í meiðslum eða leikbönnum ef þeir fá aldrei að spila. Við munum klárlega nota leikmenn sem hafa ekki spilað mikið."
Athugasemdir