Víkingur hafnaði tilboði Vals í Bergdísi Sveinsdóttur samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Tilboðið ku hafa verið rausnarlegt en Bergdís er miðjumaður á nítjánda aldursári.
Hún hefur verið í stóru hlutverki hjá meistaraflokki Víkings síðan 2022 og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari 2023. Í fyrra skoraði hún þrjú mörk í 21 leik þegar Víkingur hafnaði í þriðja sæti Bestu deilda kvenna.
Hún hefur verið í stóru hlutverki hjá meistaraflokki Víkings síðan 2022 og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari 2023. Í fyrra skoraði hún þrjú mörk í 21 leik þegar Víkingur hafnaði í þriðja sæti Bestu deilda kvenna.
Styrmir Þór Bragason, varaformaður fótboltadeildar Vals, vildi ekki staðfesta tilboðið.
„Ég get ekki staðfest það. Við erum alltaf að skoða spennandi leikmenn og vissulega er Bergdís geggjaður leikmaður en hún er samningsbundin Víkingum." segir Styrmir.
Þannig þið gerðuð ekki tilboð í Bergdísi?
„Ég vil ekki ræða leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum liðum, það er bara ekki faglegt í mínum huga."
Þjálfaraskipti urðu hjá Val í vetur en Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við stjórnartaumunum. Styrmir segir vinnu í fullum gangi við að móta leikmannahópinn fyrir komandi tímabil.
„Eins og ég segi við erum með frábæra þjálfara sem eru með allskonar pælingar. Það er ekkert sem er á borðinu núna en við erum bara á fullu að undirbúa liðið. Ef það koma upp leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera þá munum við að sjálfsögðu skoða það. Þið munuð sjá leikmenn framtíðarinnar í lykilhlutverkum hjá Val í sumar og næstu ár og það verður gaman að mæta á Valsvöllinn, ég get lofað því."
Athugasemdir