Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 07. mars 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
37 ára Modric spilar áfram með króatíska landsliðinu
Margir bjuggust við því að hinn 37 ára Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM í Katar. En Modric á sér þann draum að lyfta bikar með Króatíu í sumar.

Þrátt fyrir aldurinn heldur Modric áfram að sýna gæði sín og var frábær fyrir króatíska liðið sem komst í undanúrslit HM en var slegið út af Argentínu sem síðan vann keppnina.

Modric verður með Króatíu í komandi landsleikjum síðar í þessum mánuði og mun spila með þeim í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í sumar þar sem Króatía stefnir á að vinna sinn fyrsta alþjóðlega titil.

Modric hefur ekki útilokað það að vera með á EM í Þýskalandi á næsta ári, en ætlar ekki að taka ákvörðun um það strax.

Diario AS segir litla ánægju hjá Real Madrid með það að Modric muni ekki fá hvíld í landsleikjaglugganum framundan heldur verði á fullri ferð með króatíska landsliðinu.

Fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar verður í júní. Spánn leikur gegn Ítalíu og Holland tekur á móti Króatíu. Úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar verður spiluð í Hollandi 14. - 18. júní.
Athugasemdir