
Haukar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil en Ana Bral er komin til félagsins frá Fram.
Ana er 27 ára gömul og kemur frá Portúgal en hún hefur spilað hér á landi síðustu tvö ár.
Hún lék með Sindra árið 2021 í 2. deildinni áður en hún skipti yfir í Fram fyrir síðustu leiktíð.
Ana skoraði 4 mörk í 16 leikjum með Fram er liðið kom sér upp í Lengjudeildina og lagði þá upp talsverðan fjölda af mörkum.
Portúgalska fótboltakonan verður áfram í 2. deildinni en hún mun leika með Haukum á komandi leiktíð.
Haukar féllur niður í 2. deild eftir að hafa hafnað í 9. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári.
Athugasemdir