Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bendir á erlendu leikmennina - „Þeir misstu stjórn á tilfinningum sínum"
Lisandro Martínez reynir að verjast gegn Mohamed Salah
Lisandro Martínez reynir að verjast gegn Mohamed Salah
Mynd: EPA
Fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Glenn Hoddle, bendir fingrum á erlendu leikmennina í liði Manchester United eftir 7-0 tapið gegn Liverpool á Anfield.

Liverpool gekk yfir Manchester United í síðari hálfleiknum á Anfield eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik. Liðið skoraði sex til viðbótar í einni ótrúlegustu frammistöðu síðari ára.

Hoddle segir að leikmenn United hafi misst stjórn á tilfninningum sínum í leiknum og bendir sérstaklega á leikmennina frá Suður-Ameríku en Casemiro, Antony, Fred og Lisandro Martínez voru allir í byrjunarliði United í leiknum og vantaði meira frá þeim að hans sögn.

„Þeir misstu stjórn á tilfinningum sínum. Það er mikið af erlendum leikmönnum og frá Suður-Ameríku. Það er frábært þegar vel gengur en tilfinningalega þegar staðan er 2-0 eða 3-0 þá töldu þeir að leikurinn væri búinn og hausinn farinn. Þeir voru ekki með einhvern sem gat rifið þá í gang eins og Ince eða Keane. Ég veit ekki hvernig enskan hans Casemiro er, en já ófagmannleg frammistöðu og þeir misstu stjórn á tilfinningum sínum,“ sagði Hoddle.
Athugasemdir
banner
banner