Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 07. mars 2023 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic rekinn frá Watford - Chris Wilder tekinn við (Staðfest)

Championship félag Watford er búið að reka Slaven Bilic eftir tæpa sex mánuði í þjálfarastarfinu og hefur Chris Wilder verið ráðinn inn í staðinn.


Watford hefur aðeins náð í einn sigur úr síðustu átta leikjum og ákvað stjórnin að breytinga væri þörf. Watford vill fara upp í úrvalsdeildina og á Wilder að vera rétti maðurinn til að afreka það.

Watford er nýlega dottið úr umspilssæti í Championship deildinni eftir markalaust jafntefli við Preston North End og tap gegn Sheffield United í síðustu tveimur umferðum. Liðið hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki frá jólum og náð í 14 stig af 36 mögulegum frá þeim tíma.

Wilder, sem gerði garðinn frægan sem þjálfari Sheffield United, var síðast við stjórnvölinn hjá Middlesbrough en rekinn þaðan síðasta október þegar liðið sat óvænt í fallsæti eftir fyrstu umferðir nýs tímabils.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort Wilder sé rétti maðurinn til að leiða Watford aftur upp í efstu deild. Watford er með 51 stig úr 35 umferðum sem stendur og er ekki nema fjórum stigum frá umspilssvæðinu þegar ellefu umferðir eru eftir af tímabilinu.



Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner
banner