Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. mars 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Conte: Vanmat aðgerðina og ofmat líkama minn
Conte á fréttamannafundinum í dag.
Conte á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham, ræddi við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í dag en hann er mættur til starfa að fullu eftir veikindahlé. Hann var að jafna sig eftir gallblöðrutöku.

Conte heldur um stjórnartaumana þegar Tottenham mætir AC Milan í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Milan vann fyrri leikinn á Ítalíu 1-0.

Conte stýrði Tottenham í fyrri leiknum en hann hafði nokkrum dögum áður gengist undir aðgerðina. Hann viðurkennir að hann hafi gert mistök með því að snúa svona fljótt aftur til starfa.

„Ég vanmat aðgerðina og ofmat líkama minn. Ábyrgðartilfinningin gerði að að verkum að ég vildi snúa sem fyrst aftur. En núna er ég búinn að ná mér, ég hef endurheimt orkuna. Ég hef misst þyngd sem ég þarf að ná aftur en annað er í lagi. Ég er orkumikill og reyni að flytja þá orku til leikmanna," segir Conte.

„Ég vildi snúa aftur eftir leikinn gegn Sheffield United (sem var 1. mars) en læknirinn stoppaði mig og sagði: 'Nú verður þú að hlusta á mig og bíða'. Ég vildi koma aftur en varð að bera virðingu fyrir áliti læknisins, líka læknum Tottenham því þeir voru með áhyggjur eftir fyrri leikinn gegn Milan."

„Þess vegna mætti ég ekki aftur fyrr en á sunnudag. En ég endurtek það sem ég sagði áðan, mér líður mjög vel núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner