þri 07. mars 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingalið Bayern fær mögulega mikinn liðsstyrk
Pernille Harder fagnar marki með danska landsliðinu.
Pernille Harder fagnar marki með danska landsliðinu.
Mynd: EPA
Þýskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Íslendingalið Bayern München sé mögulega að fá mikinn liðsstyrk í sumar.

Þýsku dagblöðin WAZ og AZ segja frá því að Bayern sé að vinna í því að fá Pernille Harder og Magdalena Eriksson frá Englandsmeisturum Chelsea.

Þær eru tvær af bestu leikmönnum í heimi. Harder er þrítug dönsk landsliðskona og er af mörgum talin besta fótboltakona í heiminum. Eriksson er 29 ára og spilar í vörn sænska landsliðsins.

Þær hafa verið í sambandi frá árinu 2014 og munu þær líklega alltaf fara í sama félag ef þær skipta báðar frá Chelsea í sumar.

Ef Eriksson fer til Bayern þá mun hún spila við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í hjarta varnarinnar hjá félaginu. Glódís er ekki eina íslenska landsliðskonan sem er á mála hjá Bayern því þar eru líka Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner