
Víkingur R. heimsótti Fylki í B-deild Lengjubikars kvenna í kvöld á svipuðum tíma og HK tók á móti Gróttu.
Úr varð mikil skemmtun þar sem fjórtán mörk voru skoruð í þessum tveimur leikjum.
Nadía Atladóttir og Tara Jónsdóttir komu Víkingi yfir á móti Fylki en Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Sara Dögg Ásþórsdóttir jöfnuðu.
Staðan var 2-2 eftir rúmlega klukkutíma af leiknum en þá skiptu Víkingar um gír og gerðu út af við viðureignina með þremur mörkum á lokakaflanum.
Bergdís Sveinsdóttir, Freyja Stefánsdóttir og Jóhanna Lind Stefánsdóttir skoruðu mörkin í 2-5 sigri.
Í Kópavogi vann HK samskonar 5-2 sigur á Seltirningum en þó með talsvert meiri yfirburðum, þar sem heimakonur leiddu 4-0 í hálfleik eftir tvennu frá Katrínu Rósu Egilsdóttur. Arna Sól Sævarsdóttir og Kristín Anítudóttir Mcmillan skoruðu einnig í fyrri hálfleik.
Guðmunda Brynja Óladóttir gerði fimmta mark HK snemma í síðari hálfleik áður en Grótta klóraði í bakkann með mörkum frá Tinnu Jónsdóttur og Arnfríði Auði Arnarsdóttur.
Víkingur er með sjö stig eftir þrjár umferðir og er HK með sex stig eftir tvær umferðir. Fylkir á þrjú stig og Grótta eitt.
Fylkir 2 - 5 Víkingur R.
0-1 Nadía Atladóttir ('8)
1-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('19)
1-2 Tara Jónsdóttir ('25)
2-2 Sara Dögg Ásþórsdóttir ('63)
2-3 Bergdís Sveinsdóttir ('70)
2-4 Freyja Stefánsdóttir ('75)
2-5 Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('84)
HK 5 - 2 Grótta
1-0 Arna Sól Sævarsdóttir ('16 )
2-0 Kristín Anítudóttir Mcmillan ('21 )
3-0 Katrín Rósa Egilsdóttir ('29 )
4-0 Katrín Rósa Egilsdóttir ('32 )
5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('53 )
5-1 Tinna Jónsdóttir ('69 )
5-2 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('84 )