
FH 4 - 0 KR
1-0 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('3 )
2-0 Jovana Milinkovic ('54 , Sjálfsmark)
3-0 Shaina Faiena Ashouri ('66 )
4-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('86 )
FH lenti ekki í vandræðum þegar KR kíkti í heimsókn í þriðju umferð A-deildar Lengjubikars kvenna fyrr í kvöld.
Berglind Freyja Hlynsdóttir kom FH yfir snemma leiks og tvöfölduðu Hafnfirðingar forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar Jovana Milinkovic gerði sjálfsmark.
Shaina Faiena Ashouri og Elísa Lana Sigurjónsdóttir gerðu út um viðureignina með tveimur mörkum og urðu lokatölur 4-0.
FH er með þrjú stig og KR án stiga eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir