Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Man City eltist við annan efnilegan miðvörð frá Króatíu
Mario Vuskovic í leik með Hajduk Split gegn Galatasaray.
Mario Vuskovic í leik með Hajduk Split gegn Galatasaray.
Mynd: EPA

Englandsmeistarar Manchester City hafa verið orðaðir sterklega við króatíska miðvörðinn Josko Gvardiol, sem þykir einn af efnilegustu miðvörðum heims um þessar mundir.


Gvardiol er 20 ára gamall og mun kosta væna fúlgu fjárs, en Man City hefur einnig verið að fylgjast náið með öðrum miðverði frá Króatíu.

Sá er aðeins 16 ára gamall og heitir Luka Vuskovic. Hann hefur spilað þrjá heila leiki fyrir meistaraflokk Hajduk Split, þrátt fyrir gífurlega ungan aldur, og skorað í þeim eitt mark.

City vildi klófesta hann í janúar en mistókst ætlunarverkið. Þess í stað skrifaði Vuskovic undir nýjan samning við Hajduk sem gildir til sumarsins 2026.

Vuskovic er fæddur 2007 og hefur gert 8 mörk í 17 leikjum með unglingaliði Hajduk Split, spilandi sem miðvörður. Táningurinn er 193cm á hæð og gæti enn stækkað.

Til gamans má geta að eldri bróðir Vuskovic heitir Mario Vuskovic og spilar fyrir Hamburger SV í Þýskalandi og þá eiga þeir bræðurnir einnig frændur sem spila fyrir Litex Lovech í Búlgaríu og Rudes í Króatíu.

Faðir þeirra Vuskovic bræðra er lék fyrir Hajduk Split og starfar sem yngriflokkaþjálfari þar í dag. Afi þeirra og langafi léku einnig fyrir félagið og var Mario, eldri bróðirinn, á mála hjá Hajduk Split áður en hann var fenginn í þýska boltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner