Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 07. mars 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin mikilvægust fyrir Rabiot
Rabiot hefur spilað um 160 keppnisleiki fyrir Juve.
Rabiot hefur spilað um 160 keppnisleiki fyrir Juve.
Mynd: EPA

Framtíð franska miðjumannsins Adrien Rabiot er í óvissu en nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu hafa áhuga á honum.


Rabiot yfirgaf PSG á frjálsri sölu fyrir fjórum árum til að ganga til liðs við Juventus og er að renna út á samningi þar.

Manchester United og Liverpool hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm um að fá Rabiot í sínar raðir frítt. Rabiot mun því geta valið sér um félag í sumar en hann segir Meistaradeildarfótbolta skipta mestu máli í ákvarðanatöku sinni.

„Ég vil spila í Meistaradeildinni og það er mikilvægasti þátturinn sem ég horfi á þegar ég samþykki næsta samning," sagði Rabiot, sem var svo spurður hvort hann hyggðist gera nýjan samning við Juventus. „Við erum ekki í samningsviðræðum en það er nægur tími fyrir þær. Það eru engar fréttir að svo stöddu."

Það verður að teljast ólíklegt að Juventus nái Meistaradeildarsæti eftir að hafa fengið 15 mínusstig í ítölsku deildinni, en Liverpool og Man Utd eiga góða möguleika á að enda í topp fjórum á Englandi.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner