Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. mars 2023 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milner heiðraður af bresku krúnunni
James Milner.
James Milner.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Milner, leikmaður Liverpool, var í dag heiðraður af breska konungsveldinu fyrir störf sín í þágu fótboltans og góðgerðarmála.

Milner var viðstaddur athöfn við Windsor-kastala í dag er hann fékk MBE-gráðu eða 'Mem­ber of the Most Excell­ent Or­der of the Brit­ish Empire' eins og orðan kallast í fullri lengd.

Ferill Milner sem atvinnumanns spannar um tvo áratugi, en utan vallar stofnaði hann James Milner sjóðinn sem stuðlar að heilbrigðri afþreyingu fyrir ungt fólk í Bretlandi.

Milner, sem er 37 ára gamall, hefur leikið með Liverpool frá árinu 2015 og mun fara í sögubækurnar sem goðsögn hjá félaginu þegar hann leggur skóna á hilluna.

Milner hóf feril sinn hjá Leeds og fór þaðan til Newcastle. Svo spilaði hann með Aston Villa og Manchester City áður en hann gekk í raðir Liverpool.

Þá á Milner að baki 61 A-landsleik fyrir England en honum tókst að skora eitt landsliðsmark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner