Edin Terzic, þjálfari Borussia Dortmund, minnti alla blaðamenn á hvað félagið hefur gert til að gera Jude Bellingham að stjörnu en hann vill alls ekki missa hann í sumar.
Dortmund keypti Bellingham frá Birmingham fyrir þremur árum en sá hefur skotist upp á stjörnuhimininn og er með bestu miðjumönnum heims í dag.
Áhuginn á honum er mikill en Liverpool, Real Madrid og Manchester City eru talin leiða kapphlaupið um hann. Terzic vill ekki missa hann og minnir á hvað félagið hefur gert fyrir hann og feril hans.
„Með fullri virðingu fyrir Jude og frammistöðu hans en þá höfum við verið að svara þessum spurningum síðan hann kom til félagisns. Áður en hann ákvað að koma til okkar þá bauðst honum að fara í ensku úrvalsdeildina. Það var gríðarlegur áhugi frá toppliðum.“
„Hann ákvað að koma til okkar því hann veit að þetta getur verið hið fullkoma skref fyrir hann. Okkur hefur tekist að sanna það og hann hjálpar okkur mikið, en við sem félag erum sömuleiðis að hjálpa ferli honum og ferli hans.“
„Við erum rosalega ánægðir að hann sé hluti af liðinu og hann er þegar einn af leiðtogum þess aðeins 19 ára gamall. Hann steig inn í enska landsliðið sem leikmaður Dortmund, en við vitum að við þurfum góða frammistöðu frá honum á morgun. Framtíð hans verður rædd en okkar framtíð er að við eigum erfiðan andstæðing á morgun og því þurfum við að halda honum góðum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir