banner
   þri 07. mars 2023 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband sem pirrar stuðningsmenn Man Utd - Snerti merkið á Anfield
Mynd: Getty Images
Wout Weghorst, leikmaður Manchester United, ákvað að snerta 'This is Anfield' skiltið sem er í leikmannagöngunum þegar gengið er út á Anfield, heimavöll Liverpool.

Leikmenn Liverpool hafa í marga áratugi snert skiltið áður en þeir ganga inn á völlinn. Jurgen Klopp setti þá reglu hjá félaginu að leikmenn mega ekki snerta skiltið þar til þeir eru búnir að vinna eitthvað hjá félaginu.

Marga dreymir um að snerta skiltið en sjaldan er um að ræða framherja erkióvinanna í Manchester United. Algengt er að stuðningsmenn snerti merkið þegar þeir fara í skoðunarferð um leikvanginn.

Í viðtali árið 2018 sagði Weghorst að draumurinn væri að spila fyrir Liverpool og hefði verið það frá barnæsku.

Weghorst er umdeildur á meðal stuðningsmanna United og ljóst að þetta er ekki að fara hjálpa honum. Umræðan á samfélagsmiðlum er á þá leið að það séu hlutir sem þú hreinlega gerir ekki sem leikmaður United, og þetta er einn af þeim.

Það hjálpar Weghorst ekki að Liverpool rústaði Man Utd, vann leikinn 7-0.

Enski boltinn - Vandræðaleg uppgjöf
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner