þri 07. mars 2023 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Nelson ætlar að vera áfram hjá Arsenal
Mynd: Getty Images

Reiss Nelson, sem kom inn af bekknum til að skora sigurmark Arsenal í dramatískum endurkomusigri gegn Bournemouth um helgina, ætlar að vera áfram hjá Arsenal þrátt fyrir mikinn áhuga.


Samningur hans hjá Arsenal rennur út í sumar en umboðsmenn leikmannsins eru komnir í viðræður við félagið um ný og endurbætt kjör.

Nelson hefur átt erfitt tímabil sem hefur einkennst af meiðslavandræðum en þessi 23 ára gamli kantmaður er búinn að skora þrjú og leggja upp tvö í þremur úrvalsdeildarleikjum það sem af er tímabils.

Nelson rennur út á samningi við Arsenal í sumar en vill ólmur reyna fyrir sér með félaginu. Félög á borð við Brighton, West Ham og OGC Nice hafa sýnt honum mikinn áhuga en útlit er fyrir að hann verði áfram á Emirates.

Nelson hefur verið lánaður út síðustu tvö tímabil en á þessari leiktíð átti hann að berjast um sæti í liði Arsenal. Í fyrra skoraði hann 4 mörk í 32 leikjum að láni hjá PSV Eindhoven en þar áður gerði hann 7 mörk í 29 leikjum með Hoffenheim.


Athugasemdir
banner
banner
banner