Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 07. mars 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Newcastle blandar sér í baráttuna um Mount
Newcastle hefur blandað sér í baráttuna um Mason Mount, miðjumann Chelsea.

Samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hann hefur hafnað tilboðum um nýjan samning.

Liverpool hefur áhuga á þessum 24 ára leikmanni en Daily Mail segir að Newcastle sé einnig í baráttunni. Meðal annarra félaga sem sögð eru áhugasöm eru Manchester United, Manchester City og Juventus.

Newcastle vill fá fleiri stór nöfn í sínar raðir en fjárhagsreglur UEFA, Financial Fair Play, gerir þeim erfiðara fyrir.

Newcastle hefur einnig áhuga á Florian Wirtz, ungum leikmanni Bayer Leverkusen, og Harvey Barnes, vængmanni Leicester.
Athugasemdir
banner
banner