Newcastle hefur blandað sér í baráttuna um Mason Mount, miðjumann Chelsea.
Samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hann hefur hafnað tilboðum um nýjan samning.
Samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hann hefur hafnað tilboðum um nýjan samning.
Liverpool hefur áhuga á þessum 24 ára leikmanni en Daily Mail segir að Newcastle sé einnig í baráttunni. Meðal annarra félaga sem sögð eru áhugasöm eru Manchester United, Manchester City og Juventus.
Newcastle vill fá fleiri stór nöfn í sínar raðir en fjárhagsreglur UEFA, Financial Fair Play, gerir þeim erfiðara fyrir.
Newcastle hefur einnig áhuga á Florian Wirtz, ungum leikmanni Bayer Leverkusen, og Harvey Barnes, vængmanni Leicester.
Athugasemdir