Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Osimhen ítrekar að draumur hans sé að spila í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Það er ekkert leyndarmál að Victor Osimhen, framherji Napoli, dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann ítrekaði það í viðtali við Athletic í gær.

Osimhen er einhver heitasti framherji Evrópu í augnablikinu. Hann er með 21 mark í 26 leikjum og er þegar orðaður við öll stærstu félögin í heiminum.

Enska úrvalsdeildin heillar mest eins og hann hefur margoft greint frá og er því svo gott sem tryggt að það sé næsti áfangastaður kappans.

Manchester United hefur mikinn áhuga á nígeríska framherjanum.

„Það er ótrúlegt tilfinning fyrir mig að spila í einni af fimm bestu deildum heimsins. Margir álíta ensku úrvalsdeildina sem bestu og sterkustu deild heims en ég er í einni af bestu deildinni sem er Sería A.“

„Ég er að leggja hart að mér til að tryggja það að ég upplifi draum minn að spila í ensku úrvalsdeildinni en það er ferli eins og ég hef sagt og ég vil bara áfram því sem ég er að gera og gera það vel,“
sagði Osimhen.
Athugasemdir
banner
banner