Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Búnir að ganga í gegnum virkilega erfiða mánuði
Mynd: EPA

Gleðin sást augljóslega á andliti Graham Potter eftir 2-0 sigur Chelsea gegn Borussia Dortmund í kvöld. Þungu fargi hefur verið lyft af Potter sem hefði átt í alvarlegri hættu á að missa starf sitt sem knattspyrnustjóri Chelsea með tapi í kvöld.


Potter gaf kost á sér í viðtal eftir lokaflautið á Stamford Bridge og reyndi að lýsa tilfinningunum sínum.

„Ég er ekki viss hvernig mér líður! Það er mikið af tilfinningum en ég er sáttur því strákarnir spiluðu vel og verðskulduðu sigurinn. Þetta er frábær sigur fyrir alla sem starfa innan raða Chelsea," sagði Potter við BT Sport að leikslokum og var svo spurður út í vítaspyrnuna sem Kai Havertz klúðraði en fékk svo að taka aftur.

„Að taka vítaspyrnur er ekki minn tebolli þannig ég virði leikmenn sem þora því, sérstaklega eftir að hafa brennt af. Þetta var annað hvort hann eða Reece (James, fyrir seinni spyrnuna). Við treystum augljóslega á Kai og þetta reyndist sigurmarkið.

„Það er virkilega gott andrúmsloft í klefanum núna. Við erum búnir að ganga í gegnum virkilega erfiða mánuði og erum komnir áfram í þessari keppni sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur. Við vildum komast í 8-liða úrslitin og þetta gefur okkur aukinn kraft fyrir næstu vikurnar."

Potter er sérstaklega ánægður með að Chelsea hafi haldið hreinu í þessum leik og er þetta annar leikurinn í röð sem liðið sigrar og heldur hreinu, eftir 1-0 sigur gegn Leeds um helgina.

„Það var mikilvægt að halda hreinu en það var alls ekki auðvelt því við vorum að spila gegn toppliði sem er fullt sjálfstrausts. Strákarnir gáfu allt í þennan leik og verðskulda sigurinn."


Athugasemdir
banner
banner