Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. mars 2023 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: AZ Alkmaar vann í Róm
Milos Kerkez fagnaði sigurmarkinu á Ólympíuleikvanginum í Róm með símtali.
Milos Kerkez fagnaði sigurmarkinu á Ólympíuleikvanginum í Róm með símtali.
Mynd: EPA

Lazio 1 - 2 AZ Alkmaar
1-0 Pedro ('18)
1-1 Vangelis Pavlidis ('45)
1-2 Milos Kerkez ('62)


Lazio tók á móti AZ Alkmaar í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld og tók Pedro forystuna fyrir heimamenn í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingu frá Mattia Zaccagni.

Heimamenn í Róm voru sterkari aðilinn á vellinum en gestirnir fengu þó sín færi og tókst þeim að jafna rétt fyrir leikhlé, með marki frá Vangelis Pavlidis.

Milos Kerkez kom AZ svo yfir í síðari hálfleik gegn gangi leiksins og tókst Lazio ekki að jafna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Felipe Anderson komst næst því að setja boltann í netið þegar hann fylgdi marktilraun Luis Alberto eftir en skaut yfir af stuttu færi.

Seinni leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn í næstu viku á heimavelli AZ í Alkmaar.


Athugasemdir
banner
banner
banner