Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 07. mars 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það gott fyrir liðið að Neymar sé frá út tímabilið
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain hefur tilkynnt að brasilíski sóknarmaðurinn Neymar muni ekki spila meira á tímabilinu.

Neymar er meiddur á ökkla og þarf að gangast undir aðgerð sem heldur honum utan vallar í þrjá til fjóra mánuði.

Fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christophe Dugarry er á þeirri skoðun að þessi meiðsli geti gert PSG gott, það verði meira jafnvægi í liðinu þegar Neymar er ekki með.

„Christophe Galtier (stjóri PSG) átti að hafa hugrekki til þess að sleppa því að velja Neymar í liðið. Það er mun meira jafnvægi í liðinu þegar hann er ekki með. Galtier er heppinn að Neymar sé meiddur," sagði Dugarry við RMC Sport.

HInn 31 árs gamli Neymar er dýrasti fótboltamaður sögunnar en hann var keyptur fyrir 220 milljónir evra til PSG sumarið 2017. Hann hefur ekki staðist væntingar sem gerðar voru til hans í París.

Á morgun leikur PSG seinni leikinn gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern vann fyrri leikinn í París 1-0. PSG er á toppi frönsku deildarinnar með átta stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner