Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Sterling kom Chelsea yfir eftir þunga sókn
Mynd: EPA

Chelsea leiðir í hálfleik í stórleiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn hefur verið gífurlega fjörugur og bæði lið átt góðar tilraunir.


Dortmund fór vel af stað en Kepa Arrizabalaga varði frábærlega þegar Marco Reus tók hættulega aukaspyrnu, sem má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea tók völdin á vellinum er líða tók á fyrri hálfleikinn og voru heimamenn óheppnir að skora ekki meira en eitt mark fyrir leikhlé.

Kai Havertz átti skot í stöng og setti boltann svo í netið með stórglæsilegu skoti en naum rangstaða dæmd í aðdragandanum. Skömmu síðar komst Kalidou Koulibaly grátlega nálægt því að skora en hann hitti boltann óvart með hælnum og sendi hann því frá marki.

Chelsea átti fleiri góðar marktilraunir og rataði boltinn loks í netið skömmu fyrir leikhlé, þegar Raheem Sterling setti boltann í netið eftir gífurlega mikinn sóknarþunga heimamanna.

Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og er staðan því 1-1 yfir heildina.

Seinni hálfleikur er ekki enn farinn af stað enda fór leikurinn sjálfur seint af stað vegna umferðarteppu sem liðsrúta Dortmund lenti í. Benfica er 3-0 yfir gegn Club Brugge í hinum leik kvöldsins í 16-liða úrslitunum og er staðan þar samanlagt 5-0 fyrir portúgalska félagið.

Sjáðu markvörslu Kepa
Sjáðu stangarskot Havertz
Sjáðu markið hjá Sterling


Athugasemdir
banner
banner
banner