Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. mars 2023 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skiptir Meistaradeildarsæti öllu máli fyrir Kane? - Osimhen til Arsenal
Powerade
Harry Kane á förum í sumar?
Harry Kane á förum í sumar?
Mynd: EPA
Hvað gerist með Osimhen?
Hvað gerist með Osimhen?
Mynd: Getty Images
Tierney til Newcastle?
Tierney til Newcastle?
Mynd: EPA
Það er nóg spennandi í slúðurpakkanum sem tekinn er saman af BBC og er í boði Powerade.



Manchester United hefur trú á því að félagið muni ná að kaupa Harry Kane (29) af Tottenham í sumar ef Spurs kemst ekki í Meistaradeildina. (Sun)

Newcastle ætlar sér að fá Kieran Tierney (25) frá Arsenal. Hann gæti kostað meira en 30 milljónir punda. (Telegraph)

Chelsea, Liverpool og Man City eru öll að fylgjast með Josko Gvardiol (21) hjá RB Leipzig. (Fabrizio Romano)

Lionel Messi (35) segist hafa átt erfitt með að aðlagast frönsku höfuðborginni á síðasta tímabili en líður vel núna í París. (Goal)

Arsenal hefur trú á því að Reiss Nelson (23) hetjan frá því um helgina muni skrifa undir nýjan samning við félagið. (Mail)

Arsenal leiðir kapphlaupið um framherjann Victor Osimhen (24) hjá Napoli þrátt fyrir áhuga Man Utd. (Rai)

Framtíð Joao Felix (23) gæti farið eftir því hvort Chelsea nái Meistaradeildarsæti, þetta hefur hann sjálfur gefið í skyn. Hann er á láni hjá félaginu frá Atletico Madrid. (Telegraph)

Samningur Adrien Rabiot (27) við Juventus rennur út í sumar. Hann segir mikilvægt fyrir sína framtíð að Juve nái Meistaradeildarsæti. (DAZN)

Jude Bellingham (19) hafnaði á sínum tíma tækifæri til að hitta aðila hjá Man Utd því hann vildi ekki missa af æfingu hjá Birmingham þar sem hann var á þeim tíma. (FourFourTwo)

Aymeric Laporte (28) vill fara frá Man City í sumar. Barcelona vill fá hann í sínar raðir. (Mundo Deportivo)

Tottenham skoðar að fá miðjumanninn James Ward-Prowse (28) í sínar raðir. (Football Insider)

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, væri til í að fá Frenkie de Jong (25) til félagsins í sumar. De Jong vill þó ekki fara frá Barcelona. (Caught Offside)

United gæti þá aftur reynt að fá Adrien Rabiot (27) sem verður samningslaus í sumar. (Football Insider)

Harry Maguire (30) er einn af leikmönnum Man Utd sem félagið er tilbúið að selja í sumar. (90min)

Burnley og Leeds berjast um undirskriftina hjá Ryan Kent (26) en vængmaðurinn er að verða samningslaus hjá Rangers í sumar. (Football Insider)

Starfsfólk Manchester United hefur verið látið vita að í lok tímabilsins ætti að vera skýr staða varðandi eigendur félagsins. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner