Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Frankfurt fá ekki að mæta á seinni leikinn gegn Napoli
Mynd: EPA
Á miðvikudaginn í næstu viku tekur Napoli á móti Eintracht Frankfurt í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann 2-0 sigur í fyrri leiknum.

Ítalska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að stuðningsmenn Eintracht Frankfurt geti ekki keypt sér miða á leikinn.

Ákvörðunin kemur í kjölfarið á ofbeldi milli stuðningsmanna í kringum fyrri leikinn á Deutsche Bank Park.

Samkvæmt þýska blaðinu Bild voru níu stuðningsmenn Frankfurt handteknir eftir slagsmál á bar á Schweizer götu í miðbænum. Þrír stuðningsmenn Napoli hlutu minniháttar meiðsli.

Fyrr á þessu tímabili fékk Eintracht Frankfurt, sem er ríkjandi Evrópudeildarmeistari, sekt eftir læti stuðningsmanna í leik gegn Marseille.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner