Eins og kom fram í morgun er Ivan Toney, leikmaður Brentford, einungis einu vítaspyrnumarki frá því að jafna met Yaya Toure yfir bestu vítaskyttu í sögu úrvalsdeildarinnar.
Toure skoraði úr öllum ellefu vítaspyrnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Toney hefur skorað úr fyrstu tíu spyrnum sínum.
Toure skoraði úr öllum ellefu vítaspyrnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Toney hefur skorað úr fyrstu tíu spyrnum sínum.
Þegar kafað er dýpra í vítanýtingu Brentford kemur í ljós að leikmenn liðsins hafa nýtt 32 vítaspyrnur í röð (ef frá eru taldar vítaspyrnukeppnir).
Síðasta vítaklúðrið kom í október 2019 þegar Ollie Watkins klúðraði víti gegn Millwall í Championship-deildinni. Í kjölfarið tóku þeir Josh Dasilva og Said Benrahma vítaspyrnur liðsins út tímabilið 2019/20 og nýttu þau víti sem þeir tóku. Marcus Forss tók fyrsta vítið tímabilið 2020/21 en svo var Toney mættur á punktinn.
Athugasemdir