Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. mars 2023 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir Serbar í KFA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Knattspyrnufélag Austfjarða heldur áfram að bæta við sig leikmönnum fyrir komandi tímabil í 2. deild karla. KFA rétt slapp við fall í fyrra, með 19 stig úr 22 umferðum.


Núna hafa Austfirðingar bætt við sig tveimur Serbum sem skrifa undir samninga sem gilda út tímabilið. Danilo Milenkovic og Nikola Stoisavljevic heita leikmennirnir.

Danilo er 28 ára kantmaður sem kemur úr 3. deildinni í Serbíu þar sem hann hefur verið meðal bestu leikmanna að undanförnu, með 6 mörk og 6 stoðsendingar í 12 leikjum. Danilo á einnig leiki að baki í tveimur efstu deildum serbneska boltans.

Nikola er 25 ára markvörður sem ólst upp hjá Partizan Belgrade og hefur síðan þá meðal annars spilað í færeysku Betri Deildinni, en í fyrra lék hann í 2. deild í Serbíu.

„Stjórn KFA er ánægð með þennan liðstyrk og tilkynnir svo annað kvöld, nýjan miðvörð til leiks," segir meðal annars í tilkynningu frá KFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner