Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 07. mars 2023 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Walcott gæti lagt skóna á hilluna

Theo Walcott, kantmaður Southampton, viðurkennir að hann gæti lagt skóna á hilluna eftir tímabilið.


Walcott er að verða 34 ára gamall í næstu viku og rennur samningur hans við Southampton út í sumar. Það tekur á andlegu hliðina að vera í fallbaráttu og svaraði leikmaðurinn spurningum eftir sigur í fallbaráttuslag gegn Leicester um helgina.

„Planið mitt eftir sumarið? Ég gæti lagt skóna á hilluna, hver veit? Þetta gæti orðið til þess að ég hætti í fótbolta," sagði Walcott þegar hann var spurður um fallbaráttuna með Southampton og hans eigin framtíðaráform.

„Við verðum að sjá til hvernig allt þróast. Ég hef ekki hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér en ég er ekki stressaður yfir því. Mér líður vel og ég er rólegur.

„Ég gæti skipt um starf og byrjað að tala um fótbolta og spjalla við leikmenn eins og þið gerið - hver veit?"


Athugasemdir