Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glazer-fjölskyldan tók snemma ákvörðun um að nota ekki ríkisaðstoð
Ole Gunnar Solskjær með Joel Glazer og Avram Glazer.
Ole Gunnar Solskjær með Joel Glazer og Avram Glazer.
Mynd: Getty Images
Það var Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, sem tóku ákvörðun um að nýta sér ekki neyðarúrræði stjórnvalda í Bretlandi eins og önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa gert. The Athletic fjallar um þetta.

Glazer-fjölskyldan tók þá ákvörðun snögglega eftir að breska ríkisstjórn tilkynnti áform sín um að hjálpa fyrirtækum í vanda vegna kórónuveirunnar. Ef fyrirtæki sækjast eftir að nota úrræðið þá fá þau þannig hjálp að ríkið borgar 80 prósent af launum starfsfólks upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt, og að félagið borgi þá hin 20 prósentin.

Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar og sigurvegarar Meistaradeildarinnar í fyrra, sóttu um að notfæra sér úrræðið en hættu svo við eftir að sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd. Félög eins og Newcastle, Tottenham og Norwich ætla sér að notfæra úrræði stjórnvalda.

Manchester United ætlar hins vegar ekki að sækja sér aðstoð þar sem félagið er í góðum málum fjárhagslega og verður um 900 starfsmönnum félagsins áfram borgað venjulega. Ef einhver af starfsmönnunum getur ekki unnið heiman frá þá hefur félagið mælt með því að sá hinn gerist sjálfboðaliði fyrir heilbrigðisyfirvöld eða fyrir góðgerðarmál.

United ætlar að sjá til þess að allir starfsmenn fái borgað í þessari krísu sem er núna í gangi.

Glazer-fjölskyldan er ekki vinsæl hjá stuðningsmönnum Manchester United - alls ekki - en hún fær lof fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum.

Grein The Athletic má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner