Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. maí 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Rafn ekki með Gróttu vegna meiðsla
Hákon Rafn Valdimarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það vakti athygli að Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, var ekki með liðinu í 4-3 sigri á Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Hákon er aðeins 19 ára gamall en hefur verið aðalmarkvörður Gróttu síðustu þrjú tímabil.

Hann samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið Elfsborg á dögunum en gengur ekki til liðs við félagið fyrr en félagaskiptaglugginn opnar í sumar.

Hákon var ekki í hópnum hjá Gróttu í dag en hann meiddist á æfingu liðsins á dögunum og var því ákveðið að hvíla hann í dag.

„Hákon fékk smá sting á hnéð á æfingu um daginn og var tæpur fyrir leikinn. Það er ástæðan fyrir að hann var ekki með því hann var ekki tilbúinn," sagði Ágúst Gylfason við Fótbolta.net.
Gústi Gylfa: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner